Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnari Svani Steindórssyni, sem er 43 ára.
Hann hefur verið búsettur í Búdapest í Ungverjalandi undanfarin ár og var síðast í sambandi við ættingja sína hérlendis í byrjun síðasta mánaðar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Þau sem geta veitt upplýsingar um ferðir Gunnars Svans, eða hafa verið í samskiptum við hann, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.
Óskað hefur verið eftir aðstoð ungverskra yfirvalda við leitina að Gunnari Svani.