Óbreyttar aðgerðir á landamærum fram til næsta árs

Gildandi reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið …
Gildandi reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið framlengd til 15. janúar 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki má búast við neinum breytingum um sóttvarnaráðstafanir við landamærin fyrr en á næsta ári en núverandi reglugerð um þær aðgerðir hefur verið framlengd til 15. janúar 2022.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Ástæðan fyrir því að ekki var ráðist í frekari afléttingar má rekja til fjölgunar smita innanlands, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hefur sóttvarnalæknir vakið athygli á að faraldurinn sé í töluverðum vexti. Hefur alvarlegum veikindum fjölgað og er róðurinn farinn að þyngjast á Landspítalanum.

Núverandi reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum tók gildi 1. október síðastliðinn. Áttu ráðstafanir að gilda til 6. nóvember.

„Samkvæmt reglugerðinni þá þurfa allir farþegar sem hingað koma, íslenskir sem erlendir, að framvísa neikvæðu PCR eða hraðgreiningaprófi við byrðingu erlendis sem ekki má vera eldra en 72 klst. gamalt. Undanþegnir þessar skyldu eru íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa tengsl við Ísland en þeir þurfa að undirgangast PCR eða hraðgreiningapróf innan tveggja daga eftir komu hingað til lands. Sömuleiðis eru börn fædd 2005 undanþegin að framvísa neikvæðu prófi sem og skipti-/tengifarþegar sem ekki fara út fyrir landamærastöð. Allir farþegar sem hingað koma og eru ekki með vottorð um að vera full bólusettir gegn COVID-19 eða ekki með vottorð um yfirstaðna sýkingu af völdum COVID-19, verða hins vegar að fara í PCR sýnatöku við komu hingað til lands og fimm daga sóttkví sem lýkur með öðru PCR prófi,“ að því er fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert