Ríkið skili myndverkum Sigurjóns

Birgitta Spur er ósátt við örlög listasafnsins.
Birgitta Spur er ósátt við örlög listasafnsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu, er það siðferðileg skylda þess að skila gjöfinni, eigum mínum og heimili,“ ritar Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, m.a. í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag. Er hún mjög ósátt við örlög Listasafns Sigurjóns, sem ríkið fékk að gjöf. 

„Ég verð níræð í næsta mánuði og á mér þá ósk að þessari óvissu um framtíð LSÓ verði eytt og að mér og hugverki mínu verði sýndur verðugur sómi,“ skrifar Birgitta.

Katrín, sem þá var mennta- og menningarmálaráðherra, veitti listasafninu viðtöku 21. júní árið 2021.

Bréf Birgittu má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert