Ari Páll Karlsson
Kórónuveirusmit greindist í morgun hjá starfsmanni í leikskóladeild Helgafellsskóla. Þetta staðfestir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla, í samtali við mbl.is.
Öll börn og starfsfólk tveggja deilda skólans hafa verið send í sóttkví fram á laugardag. Deildirnar sem um ræðir eru Sauðhóll, sem er deildin þar sem smitið greindist, og deildin Lágafell sem rennur saman við Sauðhól.
Fyrir rúmum tveimur mánuðum var greint frá tveimur smitum í Helgafellsskóla en þá var um að ræða nemendur í grunnskóladeild skólans, annað smitanna greinidst í 3. bekk og hitt í 7. bekk skólans.