Fjöldi kórónuveirusmita sem greindist í gær er „í hærri kantinum“, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
Endanlegur smitfjöldi gærdagsins fæst ekki staðfestur alveg strax en tölur um smit verða uppfærðar á Covid.is fyrir klukkan 13:00 í dag.
91 kórónuveirusmit greindist innanlands á þriðjudag og 85 smit daginn þar á undan.