Stjórn Eflingar mun koma saman til fundar í dag klukkan 13 í húsakynnum Eflingar í Guðrúnartúni.
Daníel Örn Arnarsson, stjórnarmaður í Eflingu, staðfesti við mbl.is í morgun að boðað væri til fundar í dag.
Líklegt má telja að sviptingar í stjórninni sjálfri verði ofarlega á baugi á fundi dagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður, sagði starfi sínu lausu í vikunni og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, gerði það sömuleiðis degi síðar.
Það gerðu þau vegna ásakana um vinnustaðaeinelti og ógnarstjórn í garð starfsmanna á skrifstofu Eflingar.