Stjórnarfundur Eflingar hafinn

Ragnar Ólason, aðstoðarframkvæmdastjóri Eflingar, stoppar blaðamenn og ljósmyndara að mynda …
Ragnar Ólason, aðstoðarframkvæmdastjóri Eflingar, stoppar blaðamenn og ljósmyndara að mynda á stjórnarfundi Eflingar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnarfundur Eflingar er hafinn. Ekki náðist tali af stjórnarmönnum fyrir fundinn og hefur stjórnin beðið undan því að tjá sig fyrr en eftir fundinn.

Ekki hafa fengist neinar staðfestar upplýsingar um hvað verði tekið fyrir á fundinum og hefur enginn í stjórn Eflingar viljað gefa sig á tal við fjölmiðla. Þá hefur fjölmiðlafólk verið beðið um að yfirgefa húsakynni Eflingar og var ljósmyndara meinað að taka myndir af fundinum.

Líklegt þykir þó að sviptingar í stjórninni verði ofarlega á baugi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert