Töluverðar breytingar á gjaldskrá Strætó

Sam­hliða inn­leiðingu Strætó á nýja ra­f­ræna greiðslu­kerf­inu KLAPP, þann 16. nóv­em­ber, mun fyr­ir­tækið einnig gera breyt­ing­ar á gjald­skrá. Fram kem­ur í til­kynn­ingu að mark­mið breyt­ing­ar­inn­ar sé fyrst og fremst til þess að ein­falda gjald­skrána og gera öll­um kleift að kaupa mánaðarkort á hag­stæðu verði.

Í til­kynn­ingu seg­ir að ung­menni, aldraðir og nem­ar eigi rétt á fimm­tíu pró­senta af­slætti og að ör­yrkj­ar eiga rétt á sjö­tíu pró­senta af­slætti af al­menn­um far­gjöld­um. Þá munu börn yngri en 11 ára fá að ferðast frítt með Strætó.

Eng­in breyt­ing verður gerð á stöku far­gjaldi fyr­ir full­orðna, það verður áfram 490 krón­ur.

Einnig verður eng­in breyt­ing gerð á árskorti fyr­ir full­orðna en mánaðarkort­in munu lækka úr 13.300 kr. í 8.000 kr.

Stakt far­gjald fyr­ir ör­yrkja lækk­ar úr 245 kr. niður í 170 kr. Við breyt­ing­una opn­ast mögu­leiki fyr­ir ör­yrkja að kaupa mánaðarkort á 2.400 kr. en í dag geta ör­yrkj­ar ein­göngu keypt árskort á af­slætti. Þá mun árskort ör­yrkja lækka um 1.000 kr. og mun því kosta 24.000 kr. í stað 25.000 kr.

Við breyt­ing­una opn­ast sá mögu­leiki fyr­ir aldraða að kaupa mánaðarkort á 4.000 kr. en áður var ein­göngu af­slátt­ur af árskorti.

Gefa frest til að skipta farmiðum yfir í inn­eign

Fram kem­ur að frá og með 1. mars 2022, verður ekki leng­ur hægt að greiða með farmiðum um borð í Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu. Gef­inn verður frest­ur til 16. mars 2022 til þess að skipta öll­um göml­um farmiðum yfir í inn­eign í KLAPP greiðslu­kerf­inu.

Hand­haf­ar tíma­bil­skorta í gamla greiðslu­kerfi Strætó skulu leyfa gild­is­tíma kort­anna að renna út áður en skipt er yfir í KLAPP greiðslu­kerfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert