Trúnaðarmenn yfirgefa fund Eflingar

Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, þegar hann mætti á fundinn …
Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, þegar hann mætti á fundinn fyrr í dag. Hann vildi ekki tjá sig fyrr en að fundi loknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnarfundur Eflingar stendur enn yfir. Tveir trúnaðarmenn Eflingar hafa komið og farið af fundinum og vildu þeir ekki tjá sig um efni hans enda væri það „viðkvæmt.“

Stjórnarmenn vildu ekki gefa sig á tal við fjölmiðla fyrir fundinn þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og hefur því ekki fengist staðfest hvaða málefni eru tekin þar fyrir.

Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, situr fundinn og hefur tjáð fjölmiðlum að búast megi við að hann klárist ekki fyrr en að minnsta kosti klukkan fimm. 

Þá hefur fjölmiðlafólk staðið í stappi við starfsmenn Eflingar um að mega vera í byggingunni og hefur meðal annars komið til tals að lögregla verði kölluð til. Blaðamenn hafa nú fengið vilyrði fyrir því að bíða fyrir utan fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert