759 milljónir á mann fyrir fyrsta vinning

Eurojackpot.
Eurojackpot.

Tveir heppnir miðaeigendur unnu fyrsta vinning í EuroJackpot og skipta honum því á milli sín. Vinningurinn hljóðar upp á 759 milljónir króna á mann. Báðir miðarnir voru keyptir erlendis en annar þeirra var þá keyptur á Spáni og hinn í Þýskalandi.

Fimm unnu annan vinning og fá rúmar 53 milljónir króna í sinn hlut. Þeir miðar voru keyptir í Tékklandi, Svíþjóð, Póllandi og loks tveir frá Þýskalandi.

Fjórtan vinningshafar fengu þriðja vinning sem skilar þeim 6,7 milljónum á mann en enginn þeirra var frá Íslandi. En einungis tveir íslenskir miðar hlutu vinning í þetta skiptið, báðir fengu annan vinning í Jókertölunum sem skilar þeim 100 þúsund krónum á mann.

Annar þeirra keypti miðann á Lotto.is og hinn var í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert