Alsæl með milljónirnar 53

Kona um sextugt var með allar tölurnar réttar þegar dregið var út í lottó um liðna helgi, en konan hlaut fjórfaldan pott óskiptan. Samtals hljóðaði vinningurinn upp á 53 milljónir. 

Fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá að konan hafi verið alsæl með vinninginn.

„Hún lét þess sérstaklega getið þau hjónin hefðu nýverið farið vandlega yfir fjárhagsstöðu sína og sett sér markmið um að greiða upp öll lán með markvissum hætti til að verða algjörlega skuldlaus árið 2029. Skemmst er frá því að segja að biðin eftir þessu markmiði hefur styst svo um munar,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert