Bilun í tækjabúnaði - upptaka af fundinum birt á eftir

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á fundi dagsins.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á fundi dagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bilun í útsendingarbúnaði olli því að upplýsingafundur almannavarna datt út í streymi á mbl.is og öðrum fjölmiðlum fyrir stuttu. Fundurinn var hins vegar tekinn upp og verður upptaka að honum aðgengileg á eftir. 

Mbl.is mun flytja fréttir af því sem þar fór fram og birta upptökuna.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sátu fyrir svörum á fundinum. Fyrr í dag hafði heilbrigðisráðherra tilkynnt um hertar samkomutakmarkanir í ljósi þess að faraldurinn er í uppsveiflu, en í gær voru 167 sem greindust smitaðir af veirunni og hafa þeir aldrei verið fleiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert