Landspítalinn segir að mikil fjölgun fólks með Covid-19 smit kalli á fjölgun á bakvarðalista Landspítala.
„Allt síðan faraldurinn hófst hafa margir verið á þessum lista og reynst spítalanum og samlöndum sínum ákaflega vel þegar til þeirra hefur þurft að leita,“ segir á vef spítalans.
Bent er á, að núna sé staðan sú að það bráðvanti fólk á bakvarðalistann.
„Landspítali heitir á fólk í öllum fagstéttum heilbrigðiskerfisins að skrá sig á bakvarðalistann og bregðast vel við ef til þess er leitað um vinnuframlag í baráttunni við þennan illa vágest sem COVID-19 er.“