Viðskiptavinir og starfsmenn Strætó munu á morgun bera grímu í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að uppfylla eins metra fjarlægðarmörkin.
Þetta kemur fram í tilkynningu Strætó.
Nýjar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti og er þar meðal annars kveðið á um grímuskyldu. Börn yngri en 15 ára eru undanþegin grímunotkun.
Eru þá viðskiptavinir með flensueinkenni vinsamlegast beðnir ekki um að nýta sér þennan samgöngumáta.