Kalla inn kúmínfræ

Dai Phat Trading inc ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit …
Dai Phat Trading inc ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Whole Jeera – Cumin seeds. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sala á Whole Jeera cumin seeds hefur verið stöðvuð og varan innkölluð frá neytendum í ljósi þess að varnarefnið etýlenoxíð greindist í henni. Það er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Dai Phat Trading inc ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlitið stöðvað söluna en neysla á matvælum sem innihalda etýlenoxíð getur til langs tíma valdið skaða á heilsu.

Þá er neytendum sem keypt hafa vöruna bent á að neyta hennar ekki. Kemur þá til greina að farga henni eða skila í verslun þar sem hún var keypt og fá vöruna endurgreidda.

Fyrir nánari upplýsingar er neytendum bent á að hafa samband við Dai Phat Trading inc í númerið 578-3889.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert