Sex óbólusettir á spítala

Þrír eru í öndunarvél.
Þrír eru í öndunarvél. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

15 sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, einum færri en í gær, og eru þeir allir fullorðnir. Sex eru óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél, þar af einn einnig í ECMO hjarta- og lungnavél. Meðalaldur þeirra sem liggja inni á spítala er 57 ár. 

1.088 sjúklingar, þar af 243 börn, eru í eftirliti Covid-göngudeildar Landspítala. Nýskráðir þar í gær voru 137 fullorðnir og 22 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 162 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Enn fleiri kórónuveirusmit greindust í gær en í fyrradag þegar 144 smit greindust. Um 2% þeirra sem smitast af kórónuveirunni þurfa á spítalainnlögn að halda, að sögn sóttvarnalæknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert