Smit á Hjalla í Hafnarfirði

Kórónuveirusmit hefur greinst hjá starfsmanni yngri deildar leikskóla Hjalla í Hafnarfirði. Foreldrar fengu tölvupóst þess efnis fyrr í kvöld. Þetta þýðir að öll börn á yngri deild eru nú komin í sóttkví í fimm daga sem endar með PCR-prófi. 

Foreldrum leikskólabarna á yngri deild Hjalla var fyrst gert viðvart um hugsanlegt smit í gær, fimmtudag. Þá hafði starfsmaður fengið jákvætt svar út úr Covid-heimaprófi. Var yngri deild í kjölfarið lokað og starfsmaðurinn sendur í PCR-próf. Deildin var því ekki opin í dag. Niðurstaða úr PCR-prófi lág svo fyrir í kvöld.

Börn og foreldrar yngri deildar Hjalla munu fá boð í sýnatöku á næstunni. Verði niðurstaðan neikvæð geta börnin snúið aftur í leikskólann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert