Gul viðvörun vegna veðurs verður í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa í nótt frá klukkan 2 og fram á hádegi á morgun, laugardag. Sömuleiðis verður gul viðvörun í gildi á Suðausturlandi frá átta í fyrramálið og fram á miðjan dag og á Miðhálendinu en hún tekur gildi snemma í fyrramálið og gildir fram á miðnætti á laugardagskvöld.
Hiti á landinu öllu verður á bilinu 0 til 6 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu verður fyrst um sinn snjókoma eða slydda en síðar rigning og færð gæti orðið erfið í efri byggðum en spár gera ráð fyrir talsverðri úrkomu suðvestanlands í fyrramálið.
Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er spáin svipuð og gæti veður valdið samgöngutruflunum, til að mynda á Hellisheiði og Reykjanesbraut.
Á Suðausturlandi er gert ráð fyrir miklum vindi og getum vindur farið í 35-40 m/s í Öræfum og Mýrdal. Færð verður varasöm fyrir ökutæki sem taka mikinn vind á sig.
Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að umhleypingasamt verði um helgina, smá hasar á morgun en víða hægviðri á sunnudag. Eftir helgi megi áfram gera ráð fyrir umhleypingum.