Þjóðernishyggjan hefur áhrif

Popúlísk þjóðernishyggja hefur lítt komist til beinna valda á Vesturlöndum, en hins vegar geta þeir haft mikil áhrif þegar hefðbundnari stjórnmálaflokkar taka upp einstök stefnumál þeirra.

Dr. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst hefur sent frá sér bókina Þjóðarávarpið, sem fjallar um þróun popúlískrar þjóðernishyggju undanfarna hálfa öld. Hann ræðir umfjöllunarefni hennar í stóru samhengi í viðtali við Dagmál Morgunblaðsins, streymi sem er opið öllum áskrifendum blaðsins.

Í viðtalinu nefnir dr. Eríkur til dæmis að danskir Jafnaðarmenn hafi öllum að óvörum tekið upp stefnu Danska þjóðarflokksins í innflytjendamálum, en fram að því vildu fáir virða þann flokk viðlits í dönskum stjórnmálum. Svipaða sögu megi segja frá Bretlandi, þar sem Íhaldsflokkurinn hafi tekið upp meginstefnu sjálfstæðisflokksins UKIP um úrsögn úr Evrópusambandinu, hrint því í framkvæmd og svo að segja þurrkað UKIP út.

Minnt er á að á fyrri hluta liðinin aldar hafi popúlískar stefnur náð miklum árangri í krafti nýrra fjölmiðla, en nú á dögum hafa popúlistar tileinkað sér félagsmiðla. „Þetta er saga litríkra áskorenda, sem koma og rugla upp í öllu kerfinu, og þessi pólitík snýst mikið um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert