30 Covid-sjúklingar undir sérstöku eftirliti

Mikið álag hefur verið á Landspítala vegna faraldursins.
Mikið álag hefur verið á Landspítala vegna faraldursins. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Sautján liggja á Landspítala veikir af Covid-19, þar af þrír á á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél og annar í hjarta- og lungnavél, og 14 á smitsjúkdómadeild. Lungnadeild A6 er í viðbragðsstöðu að taka við þegar smitsjúkdómadeild er komin með 16 sjúklinga.

Þetta kemur fram á vef Landspítala.

Landspítali er á hættustigi en það er þegar orðinn atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar. Þetta getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki.

1.200 manns eru nú í símaeftirliti Covid-göngudeildar.  Um 30 eru undir sérstöku eftirliti og munu einhverjir þeirra koma til skoðunar og meðferðar í dag.

Nú eru 16 starfsmenn Landspítala í einangrun vegna Covid-19 og um 100 eru í vinnusóttkví.

Heimsóknarbann tók gildi á miðnætti. Allar deildir eru læstar og aðgangsstýrðar. Forsvarsmenn deilda gefa undanþágur frá heimsóknarbanni þegar nauðsyn krefur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert