„Býsna snúin“ staða komin upp á Akranesi

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Vel yfir hundrað manns eru með staðfest virk smit á Akranesi og tæplega 400 manns eru í sóttkví. Þetta sagði Þórir Bergmannsson, sóttvarnalæknir Vesturlands, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær.

„Staðan er býsna snúin því við erum að sjá fleiri smit á Akranesi en við höfum séð nokkurn tímann í faraldrinum,“ sagði hann.

Samkvæmt síðustu tölum sem hann hafði fengið voru 92 smitaðir á Akranesi auk 10 Akurnesinga sem dvelja annars staðar. Í fyrradag hafði fjöldi smitaðra á Akranesi verið 75 svo gera má ráð fyrir að um þrjátíu hafi greinst í gær.

Auk þessa gríðarlega fjölda fólks í sóttkví minnti Þórir á að einnig væri stór hópur í smitgát. Hann hafði ekki upplýsingar um þann fjölda en gerði ráð fyrir að það væri stór hópur miðað við sýnatökufjöldann. Sennilega hefðu verið tekin yfir fimm hundruð sýni í gær og þau höfðu verið yfir þrjú hundruð daginn þar áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert