Guðni og Guðjón kynna nýja bók

Guðni og kindin Elding. Hún er mjög gáfuð og af …
Guðni og kindin Elding. Hún er mjög gáfuð og af forystukyni. Elding er fædd að Presthvammi í Aðaldal. Ljósmynd/Árni Baldursson

Á morgun, sunnudag, kl. 14 lesa Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, og Guðjón Ragnar Jónsson menntaskólakennari úr nýrri bók sinni á Selfossi. Bókin Guðni – á ferð og flugi er afrakstur samstarfs þeirra félaga. Guðni flutti nýlega aftur austur á Selfoss og því er efnt til menningarstundar í Risinu í Mjólkurbúi Flóamanna í nýja miðbænum á Selfossi.

Í bókinni er margt forvitnilegt að finna. Guðni og Guðjón fóru um landið og heimsóttu fjölda fólks. Víða var borið niður, þar sem skrásetjari fylgdi sögumanni eftir vítt og breitt um landið. Stundum var blásið til stórfunda með sauðfjárbændum, svo sem í Grindavík og Vestmannaeyjum. Í bókinni segir meðal annars frá því þegar Grindvíkingar stálu sínu eigin kjöti úr innsigluðum gámum lögreglunnar. Þeir Guðni og Guðjón segja Grindavíkursöguna magnaða og hún gefi bestu glæpareyfurum nútímans ekkert eftir.

Markmiðið með ritun bókarinnar var, segir Guðni Ágústsson, að veita lesendum tilfinningu fyrir æðaslætti dreifbýlisins á hverjum tíma. Segja megi að bókin sé tilraun til að opna eins konar glugga inn í samfélag sveitanna; þar sem oftar en ekki megi finna mikinn kraft og sókn til framfara og góðra hluta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert