Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í nótt til þess að vísa gestur á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur á dyr þar sem þeir voru í annarlegu ástandi og „ekki húsum hæfir“, líkt og það er orðað í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá var tilkynnt um innbrot í geymslur í hverfi póstnúmersins 110 í Reykjavík. Vitað er hver gerandi innbrotanna er.
Um klukkan hálf þrjú í dag var tilkynnt um vinnuslys þar sem starfsmaður hafði klemmst á milli tveggja bifreiða. Var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar.