Skjálfti af stærð 4 í Bárðarbungu

Skjálfti af stærðinni 4 varð í Bárðarbungu um klukkan 7:20 …
Skjálfti af stærðinni 4 varð í Bárðarbungu um klukkan 7:20 í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti mældist af stærðinni 4 í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 7:20 í morgun. Var þetta þriðji skjálftinn af stærð 4 eða stærri sem mælst hefur á svæðinu á þessu ári, en þykir það nokkuð eðlilegt. Fjórir skjálftar af stærð 4 eða stærri mældust árið 2020.

Skjálftinn í morgun mældist um 4,6 kílómetra norðaustur af Bárðarbungu.

Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að lítið sé um eftirskjálfta á þessu svæði. Skjálftavirkni nærri Bárðarbungu sýni einfaldlega að Bárðarbunga sér virk eldstöð. 

Síðast mældust skjálftar af þessarri stærðargráðu í Bárðarbungu hinn 27. júlí síðastliðinn þegar skjálftar af stærðinni 4,6 og 3,9 urðu þann dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert