„Þau skildu aldrei þessa bar­áttu“

Sólveig segist hafa verið jaðarsett innan vinnustaðarins.
Sólveig segist hafa verið jaðarsett innan vinnustaðarins. mbl.is/Hari

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Eflingar, segir að hópur óánægðra starfsmanna hafi bolað henni í burtu. Þá sé græðgi og „sjálftökustemning“ í kringum Eflingu. 

Þetta kemur fram í viðtali við Sólveigu á Kjarnanum

Þau skildu aldrei þessa bar­áttu. Þau settu sig aldrei inn í hana af þeirri dýpt sem þarf til að skilja hana. Á end­anum held ég að það sé vegna þess að þau við­ur­kenna ekki og skilja ekki þær aðstæður sem verka- og lág­launa­fólk innan Efl­ingar býr við,“ segir Sólveig Anna um starfsmennina sem voru óánægðir með hana. 

Starfsfólkið með yfir 700.000 krónur í mánaðarlaun

Þá segir Sólveig Anna að starfsánægjukannanir sem hafi verið framkvæmdar á meðan hún var formaður Eflingar hafi verið á þann veg að starfsánægja væri almennt yfir meðallagi, samanborið við önnur fyrirtæki. Hún bendir á í viðtalinu að flest starfsfólk á skrifstofu Eflingar þiggi mánaðarlaun sem eru hærri en 700 þúsund mánaðarlega, það fái ókeypis heitan mat, sér skrifstofur, ríflega styttingu vinnuvikunnar og frjálslegan vinnutíma. 

Við Viðar erum mjög kapp­söm og mark­miða­sett. Erum vinnu­söm, með mikið starfs­þrek og mikla orku. Það kannski gerir það að verk­um, ásamt rót­tækri orð­ræðu, að ég varð jað­ar­sett innan vinnu­stað­ar­ins,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem sagði einnig af sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert