Fram undan eru þrennir einleikstónleikar Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu, 19., 20. og 21. nóvember, þar sem hann mun leika verk eftir W.A. Mozart. Í tilefni af þeim tónleikum hefur hann gert innslög í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is þar sem hann spjallar um sum verkanna sem hann mun flytja í tónleikaröðinni og gefur tóndæmi. Hér birtist annað tóndæmi Víkings.
Þess má geta að á morgun verða fluttir á mbl.is sérstakir tónleikar Víkings sem ætlaðir eru áskrifendum Morgunblaðsins. Þeir verða á slóðinni https://www.mbl.is/mogginn/vikingur-heidar/