90 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af voru 37 í sóttkví eða rúmleg 41%. 2 smit greindust við landamærin. Um er að ræða bráðabirgðatölur frá almannavörnum.
1.109 eru nú í einangrun og 2.456 í sóttkví.
Almennt greinast færri smit um helgar en á virkum dögum þar sem færri mæta að jafnaði í sýnatöku um helgar. Þó liggur ekki fyrir hve mörg sýni voru tekin í gær.
Faraldurinn hefur verið á uppleið undanfarið og hafa sóttvarnaaðgerðir innanlands verið kynntar til þess að takast á við stöðuna. Grímuskylda tók gildi á miðnætti á föstudag og taka reglur um 500 manna samkomutakmörk, takmarkaðan opnunartíma skemmtistaða o.fl. gildi á miðvikudag.
Fréttinhefur verið uppfærð