Beit lögreglumann

Lögreglumaður var bitinn seint í gærkvöldi í hverfi 105.
Lögreglumaður var bitinn seint í gærkvöldi í hverfi 105. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan stöðvaði níu ökumenn grunaða um ölvun við akstur, undir áhrifum vímuefna eða hvort tveggja, að því er kemur fram í dagbók lögreglu. Allir voru þeir lausir að blóðsýnatöku lokinni.

Þá var lögreglumaður bitinn rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi í Hlíðahverfi og er málið nú í rannsókn.

Nokkuð var um hávaðatilkynningar í nótt og tilkynnt var um þrjár líkamsárásir, þarf af tvær á skemmtistöðum í miðbænum. Tveir gistu í fangageymslum lögreglu eftir árásirnar.

Tilkynnt var um um umferðarslys laust eftir klukkan tvö í nótt þegar aðili féll af rafhlaupahjóli í miðbænum. Hlaut sá af áverka í andliti og brotna tönn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert