Enn bætist við smitin á Akranesi

105 eru nú í einangrun á Akranesi vegna kórónuveirusmita. Þá eru 387 í sóttkví. Í gær voru 102 í einangrun svo ljóst er að þrjú smit hafa bæst við. 

Sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í vikunni að rekja mætti einhver þeirra 50 smita sem greinst höfðu á miðvikudag á Akranesi til karókípartýs. 

Skólastarf og önnur starfsemi á Akranesi hefur raskast vegna þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert