Var ógnað með skotvopnum

Lögregla var kölluð til á svæðið.
Lögregla var kölluð til á svæðið. mbl.is/Eggert

Þrem­ur ung­um mönn­um var ógnað með skot­vopni í sum­ar­bú­stað á Aust­ur­landi í nótt. 

Einn vin­anna, Jó­hann Ingi Magnús­son, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann hafi verið að skemmta sér með vin­um sín­um þegar at­vikið átti sér stað. 

„Við vor­um með partý í gær, það komu stelp­ur inn og báðu okk­ur um að reka gæja út af því að einn af þeim var að snerta sig. Full­orðnir menn og þetta voru ung­ar stelp­ur,“ seg­ir Jó­hann. 

„Við rek­um þá í burtu en þeir vildu ekki fara, fóru bara stutt og komu alltaf aft­ur. Síðan hótuðu þeir að drepa alla fjöl­skyld­una mína, ég varð pirraður og ætlaði að berja þá og þá kem­ur einn þeirra út með hagla­byssu beint að and­lit­inu að mér,“ seg­ir Jó­hann. 

Jó­hann seg­ist þá hafa hringt á lög­reglu sem kom á vett­vang og tók skot­vopnið af mann­in­um. Hann seg­ir menn­ina ekki hafa verið af Aust­ur­landi. 

Jó­hann seg­ist hafa farið í skýrslu­töku hjá lög­reglu í dag, en ekki feng­ust frek­ari upp­lýs­ing­ar hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi um hvar málið er statt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert