Árbæjarskóli sigraði í Skrekk

Mikil gleði ríkti meðal nemenda og keppenda Árbæjarskóla þegar úrslitin …
Mikil gleði ríkti meðal nemenda og keppenda Árbæjarskóla þegar úrslitin voru lesin upp. mbl.is/Unnur Karen

Árbæjarskóli varð hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, sem haldin var nú í kvöld, með atriði skólans Annað viðhorf. Fellaskóli lenti í öðru sæti með atriðið Hvað er að gerast? og Austurbæjarskóli í þriðja sæti með atriðið Í skugga ofbeldis.

Gátu allir grunnskólar borgarinnar með unglingadeild sent inn atriði, og voru þrjú undanúrslitakvöld í síðustu viku. Fengu átta skólar að keppa til úrslita, en auk skólanna þriggja sem lentu í efstu þremur sætunum tóku Hagaskóli, Klettaskóli, Laugalækjarskóli, Seljaskóli og Vogaskóli einnig þátt í úrslitakeppninni, en hún var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert