Ekki við bankana að sakast

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Jón Magnús Hannesson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, greindi útlán til byggingargeirans í nýju tölublaði Vísbendingar sem gefið er út af Kjarnanum nú á föstudag. Í þeirri greiningu hans kemur fram ný útlán til fasteignauppbyggingar jukust ef eitthvað er á síðustu árum eða stóðu að minnsta kosti í stað.

Borið hefur á því í umræðu um uppbyggingu fasteigna í Reykjavík undanfarið að bankarnir hafi hreinlega skrúfað fyrir lántöku til byggingargeirans. Í tölublaði Vísbendingar fyrir rúmum tveimur vikum var þessu haldið fram af ritstjóra blaðsins og hefur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísað til þeirrar fullyrðingar síðan þá. Meðal annars hefur hann þá sagt: „Allir bankarnir skrúfuðu bara fyrir.“

Ritstjóri Vísbendingar dregur þó þessa fullyrðingu sína til baka í síðasta tölublaði og segir þar: „Með nýjum upplýsingum á að endurmeta fyrri ályktanir, jafnvel þó það sé óþægilegt. Samkvæmt tölunum eru bankarnir líklega ekki meginástæða þess að nýjar framkvæmdir drógust saman fyrir tveimur árum síðan, ekki frekar en lóðaskortur.“

Tölurnar gefi skýra mynd

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir „allt útlit fyrir“ að Dagur B. Eggertsson þurfi að draga til baka orð sín þess efnis að það sé fjármálakerfinu um að kenna að framkvæmdir hafi dregist saman. „Þetta hefur bara verið algjörlega hrakið. Það þýðir heldur ekki að kenna verktökunum um, þeir vilja bara byggja íbúðir sem mæta eftirspurn og seljast,“ segir Sigurður.

Hann bendir þá máli sínu til stuðnings á könnun sem samtökin létu framkvæma fyrir ári meðal sinna félagsmanna í byggingariðnaði. „Þar kom skýrt fram að í þeirra huga stæði framboð á lóðum uppbyggingu á húsnæðismarkaði fyrir þrifum. Við höfum ekki enn séð neinn hrekja það.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert