Eldur kom upp í gámi við salernishús í Landmannalaugum um helgina. Gámurinn var alelda þegar tveir ferðamenn komu á svæðið á laugardagskvöld.
Að sögn Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands, hafði hópur jeppamanna verið á ferð á svæðinu en þeir höfðu yfirgefið Landmannalaugar þegar ferðamennirnir komu þangað.
„Mikilvægt er að brýna fyrir ferðafólki að ganga vel um skála á hálendinu og fara sérstaklega varlega með eld,“ segir Páll í tilkynningu.