Enn langt í land hjá kjörbréfanefnd

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður.
Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður. Ljósmynd/Aðsend

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú fundað alls tuttugu og tvisvar frá því hún kom fyrst saman 4. október, þrisvar til fimm sinnum í viku allar götur síðan. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður, segir að í raun sé enn sé nokkur vinna eftir.

„Hvert skref vinnst hægt. Leggja þarf lokahönd á að afla upplýsinga um málavöxtu og síðan tekur við túlkun á lögum sem við eiga.“

Sú málavaxtarlýsing sem send var út á þá sem komið hafa fyrir nefndina fyrir helgi séu drög og von sé á fullunninni lýsingu eftir að viðstaddir aðilar hafi fengið að fara yfir hana. Líklega muni sú lýsing liggja fyrir fyrri hluta vikunnar og verður birt opinberlega. Þá tekur við hið eiginlega lögfræðilega mat.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert