Formannskjör framlengt um sólarhring

Efri myndir: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, og Magnús Þór Jónsson. Neðri …
Efri myndir: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, og Magnús Þór Jónsson. Neðri myndir: Heimir Eyvindsson og Anna María Gunnarsdóttir. Samsett mynd

Frestur til þess að greiða atkvæði í formannskjöri Kennarasambands Íslands hefur verið framlengdur um sólarhring. Þetta kemur fram á vefsíðu sambandsins. 

Bilanir höfðu komið upp á innri vef sambandsins, svokölluðum „mínum síðum“, þar sem greiða átti atkvæði í dag sem átti að verða síðasti dagur formannskjörsins.

Því ákvað kjörstjórn að framlengja frest til þess að greiða atkvæði um sólarhring og rennur hann nú út klukkan 14 á morgun. 

Kjörsókn var orðin 48,45 prósent í hádeginu í dag. 

Fjór­ir hafa boðið sig fram til þess að gegna embætti for­manns Kenn­ara­sam­bands­ins: Anna María Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður KÍ, Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, kenn­ari í Borg­ar­holts­skóla, Heim­ir Ey­vinds­son, dönsku­kenn­ari og deild­ar­stjóri í Grunn­skól­an­um í Hvera­gerði, og Magnús Þór Jóns­son, skóla­stjóri í Selja­skóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert