„Hvar erum við stödd?“

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dýraverndunarsamtökin Villikettir mótmæla banni við lausagöngu katta á Akureyri en samkvæmt ákvörðun yf­ir­valda á Ak­ur­eyri verður lausaganga bönnuð frá 1. janú­ar 2025.

Við í dýraverndunarfélaginu VILLIKÖTTUM erum mjög hlynnt því að reglur séu hafðar um kattahald og þeim fylgt eftir á mannúðlegan hátt. Takmarka fjöldann við tvo til fjóra ketti á heimili og algjört skilyrði að taka læður úr sambandi og gelda fressa, örmerkja, ormahreinsa og bólusetja. Eigendum verði skylt að taka tillit til fuglalífs á varptíma með að takmarka útiveru þeirra eða hengja bjöllur á ól kattanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu á facebooksíðu Villikatta.

Samtökin hafi fullan vilja til að starfa með Akureyrarbæ að þessum málum og bent er á mjög árangursríkt samstarf við mörg bæjar- og sveitarfélög þar samtökin hafi séð um að gelda villiketti og aðstoðað vergangsketti.

„Hvar erum við stödd? Hundahald var bannað í Reykjavík á sínum tíma allt til ársins 1984. Á hvað leið erum við nú? Hvað er næst? Verður hundahald aftur bannað? Þarf ekki að skoða lausnir sem flestir ef ekki allir geta sameinast um góða siði og farsælt kattarhald? Að stíga svona fast niður fæti er harkaleg aðgerð,“ segir í færslunni sem er undirrituð af Arndísi Björg Sigurgeirsdóttur, formanni Villikatta á Íslandi.

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta.
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert