Jón Baldvin sýknaður

Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni í héraðsdómi.
Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni í héraðsdómi. Árni Sæberg

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, var sýknaður í morg­un í Héraðsdómi Reykja­vík­ur en hann var ákærður fyr­ir að hafa brotið kyn­ferðis­lega á Car­men Jó­hanns­dótt­ur þegar hún var gest­kom­andi á heim­ili hans og eig­in­konu hans í bæn­um Salobreña í An­dal­ús­íu á Spáni í júní 2018. Jón Bald­vin hef­ur hafnað öll­um ásök­un­um.

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, verj­andi Jóns Bald­vins, staðfest­ir niður­stöðuna í sam­tali við mbl.is.

Dröfn Kærnested, sækj­andi í máli Car­men­ar, fór fram á það í mál­flutn­ingi fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur að hon­um verði gert að sæta fang­elsi í tvo til þrjá mánuði skil­orðsbundið. Færði hún m.a. rök fyr­ir því með vís­un í að Jón Bald­vin hefði breytt framb­urði sín­um í nokkr­um atriðum og taldi hún hann ótrú­verðugan. Framb­urður brotaþola hafi hins veg­ar verið trú­verðugur.

Þá hafði skipaður rétt­ar­gæslumaður Car­men­ar farið fram á að hann verði dæmd­ur til að greiða miska­bæt­ur upp á eina millj­ón króna, auk vaxta.

Dóm­ur­inn vel rök­studd­ur

Vil­hjálm­ur verj­andi Jón Bald­vins seg­ir dóm­inn mjög vel rök­studd­an og að niðurstaða héraðsdóms hefði verið hár­rétt lög­fræðilega. „Það er ljóst að ásak­an­irn­ar áttu ekki við rök að styðjast.“ Hann vildi ekki tjá sig frek­ar um málið.

Jón Bald­vin var ákærður fyr­ir brotið 7. sept­em­ber á síðasta ári. Var hann sakaður um að hafa strokið bak­hluta Car­men­ar í mat­ar­boði á heim­ili þeirra á Spáni að lokn­um leik Íslands og Arg­entínu á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert