Kvenleiðtogar í Hörpu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður heimsþings kvenleiðtoga, segir fagnaðarefni að hægt …
Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður heimsþings kvenleiðtoga, segir fagnaðarefni að hægt verði að hittast í persónu í ár en í fyrra var þingið alfarið rafrænt. mbl.is/Árni Sæberg

Heimsþing kvenleiðtoga mun fara fram í fjórða skipti í Hörpu í vikunni. Þingið hefst á morgun, þriðjudag og stendur yfir í tvo daga.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður heimsþings kvenleiðtoga, segir fagnaðarefni að hægt verði að hittast í persónu í ár en í fyrra var þingið alfarið rafrænt. „Við erum með rúmlega tvö hundruð konur hér og í kringum þrjú til fjögur hundruð sem verða rafrænt,“ segir Hanna Birna.

Yfirskrift þingsins er „Power Together for Progress“ og segir Hanna Birna að áhersla verði lögð á framfarir vegna stöðunnar sem myndaðist vegna heimsfaraldursins og áhrifa hans á kvenleiðtoga heimsins og fjölda kvenna í leiðtogastöðum. Þá verða meðal annars kynntar niðurstöður víðtækrar rannsóknar á viðhorfum almennings til kynjanna í stjórnunarstöðum, að nafni Reykjavík Index, en þetta er í fyrsta sinn sem sú mæling tekur einnig til Íslands. Auk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra munu meðal annars þau Amina J. Mohammed, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Pedro Sánches, forsætisráðherra Spánar, taka þátt í þinginu.

Gætt verður að sóttvörnum í ljósi stöðunnar en krafist verður neikvæðrar sýnatöku báða dagana. „Við höfum átt gott samstarf við heilbrigðisyfirvöld og Hörpu og ákváðum snemma að sóttvarnareglur þingsins yrðu mjög skýrar, enda endurspeglar það ekki bara stöðuna alþjóðlega heldur líka vilja þeirra gesta sem geta sótt okkur heim þetta árið.“ ari@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert