Líklegt að áfrýjun verði skoðuð vel

Dröfn Kærnested, sækjandi í máli Carmenar Jóhannsdóttur.
Dröfn Kærnested, sækjandi í máli Carmenar Jóhannsdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Dröfn Kærnested, sækjandi í máli Carmenar Jóhannsdóttur gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur vera vonbrigði og kemur það henni á óvart að dómari hafi sýknað. 

Jón Baldvin var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni þar sem hann var sakaður um að hafa strokið bakhluta Carmenar óumbeðið í matarboði á heimili Jóns Baldvins og eiginkonu hans á Spáni í júní 2018.

Töldu sig vera með sterkt mál

Að sögn Drafnar stóð ákæruvaldið í þeirri trú um að það væri með sterkt mál í höndunum og að sönnunarstaðan væri góð. Segir hún þá óvanalegt að sýknað sé í kynferðisbrotamálum þar sem sjónarvottur er til staðar.

Spurð hvort hún telji líklegt að ríkissaksóknari muni áfrýja málinu, segir hún erfitt að leggja mat á það. Hún telur hins vegar líklegt að það verði skoðað vel. „Þeir hafa tíma samkvæmt lögum til að taka ákvörðun um áfrýjun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert