Lögreglan auglýsir eftir eigendum verkfæra

Iðnaðarryksugur eru á meðal þess sem auglýst er.
Iðnaðarryksugur eru á meðal þess sem auglýst er. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir eigendum nokkurra stórtækra verkfæra. Sjá má myndir á facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars nokkra slíp-gíraffa og byggingarefni. 

Í síðustu viku sagði í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hún hafi lagt hald á mikið af ætluðu þýfi í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur léki á að mununum hafi verið stolið í nýbyggingasvæði í Kópavogi. 

Eigandi verkfæranna er vinsamlegast beðinn um að setja sig í samband við lögregluna og verða munirnir einungis afhendir gegn framvísum staðfestingar á eignarhaldi. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert