Neitað um inngöngu í NTF

NTF hvetur ÍFF til að gera bragarbót á núgildandi kjarasamningi …
NTF hvetur ÍFF til að gera bragarbót á núgildandi kjarasamningi við flugliða hjá Play hið fyrsta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska flugmannafélaginu (ÍFF) hefur verið neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið (NTF) vegna galla á núverandi kjarasamningi félagsins við sína umbjóðendur sem starfa hjá Play, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands.

Þar segir enn fremur að íslensku stéttarfélögin sem eigi aðild að Norræna flutningasambandinu (Flugfreyjufélag Íslands, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Flugvirkjafélag Íslands) hafi lagst gegn því að aðild ÍFF að sambandinu yrði endurnýjuð þar sem ÍFF gerði kjarasamning án aðkomu þeirra sem samningnum var ætlað að taka til, þ.e. flugfreyja og flugþjóna.

Íslenska flugmannafélagið (ÍFF) átti aðild að Norræna flutningasambandinu á árunum 2017-2019 en eftir gjaldþrot WOW-air í mars 2019 var aðildin dregin til baka. ÍFF sótti um endurnýjaða aðild í sumar en var hafnað.

NTF hvetur ÍFF til að gera bragarbót á núgildandi kjarasamningi við flugliða hjá Play hið fyrsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert