Norðurlandabúar hvattir til að koma sér úr landi

Eþíópísk kona heldur á skilti með mynd af Abiy Ahmed, …
Eþíópísk kona heldur á skilti með mynd af Abiy Ahmed, forsætisráðherra landins. Ljósmyndin var tekin á útifundi í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, þar sem stjórnarher landsins var sýndur stuðningur. AFP

Vitað er til þess að fjórir Íslendingar séu staddir í Eþíópíu, þar sem harðvítug átök geisa nú á milli stjórnarhers landsins og uppreisnarsveita frá Tigray-héraði. 

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir við mbl.is að stjórnvöld á Norðurlöndunum hvetji sína borgara í Eþíópíu til að fara úr landi og koma sér í öruggt skjól. 

Það er vegna síversnandi ástands í landinu, þar sem uppreisnarherir eru í þann mund að ná höfuðborg landsins, Addis Ababa, á sitt vald.

Sveinn segir að Íslendingar í Eþíópíu hafi ekki sett sig í samband við borgaraþjónustu ráðuneytisins og því hafi íslensk stjórnvöld ekki verið í beinu sambandi við þá. Þeir hafi tilkynnt  sig við danska sendiráðið í Eþíópíu, sem Íslendingar á svæðinu hafa áður verið hvattir til þess að gera. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert