Gular veðurviðvaranir vegna storms og rigningar eða slyddu eru í gildi á Austurlandi og suðausturhluta landsins fram undir hádegi. Veður hefur að mestu gengið niður á höfuðborgarsvæðinu en þar var gul viðvörun í gildi nótt vegna hvassviðris.
Spár gera ráð fyrir austan 13-20 m/s á landinu fyrri hluta dags, sem snýst í 8-15 upp úr hádegi. Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig, hlýjast syðst.
Víða hæg breytileg átt á morgun, en suðvestan 15-20 m/s á suðausturströndinni og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum.
Rigning eða skúrir sunnan og vestan til, annars þurrt. Dálítil él um norðvestanvert landið annað kvöld. Hiti 2 til 6 stig en kringum frostmark norðan- og austanlands.