Til skoðunar að framlengja formannskjör

Efri myndir: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og Magnús Þór Jónsson. Neðri …
Efri myndir: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og Magnús Þór Jónsson. Neðri myndir: Heimir Eyvindsson og Anna María Gunnarsdóttir. Samsett mynd

Bilanir hafa komið upp í kosningakerfi Kennarasambands Íslands í dag og því er til skoðunar að framlengja formannskjör félagsins samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu.

Ákvörðun um mögulega framlengingu er í höndum kjörstjórnar.

Til stóð að kjörið stæði til klukkan 14 í dag og að úrslit yrðu ljós skömmu síðar.

Fjórir hafa boðið sig fram til þess að gegna embætti formanns Kennarasambandsins: Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla, Heimir Eyvindsson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, og Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert