Vetrarfærð er um mestallt landið og víða unnið að mokstri. Hálkublettir eru á Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslum og Krýsuvík.
Á Vesturlandi er snjóþekja á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði og hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum.
Vetrarfærð með þæfingi, snjóþekju eða hálku er á flestöllum leiðum á Vestfjörðum og víða snjóþekja á Norðurlandi.
Sama á við um Austurland, þar sem unnið er að mokstri.
Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir á allnokkrum leiðum.