Vinnupallur féll á bifreið í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt en gular viðvaranir, með talsverðu hvassviðri, gengu yfir suðurhluta landsins seint í nótt.
Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Þeir voru allir handteknir en ganga lausir að lokinni sýnatöku.
Fernt var handtekið í hverfi 108 í Reykjavík síðdegis í gær grunað um nytjastuld á ökutæki og þjófnað. Fólkið var vistað í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.