Fordæma ummæli lögmanns um mismunum

Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki málið.
Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki málið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landssamband lögreglumanna fordæmir ummæli lögmanns um mismunun lögreglu í rannsóknum eftir þjóðfélagsstöðu.

Í bréfi sem sambandið hefur sent dómsmálaráðuneytinu er farið fram á að ríkissaksóknari rannsaki málið, að sögn Fréttablaðsins.

Tilefni bréfsins er frétt blaðsins um ráðstefnu sem var haldin um réttlæti. Þar flutti Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður, sem hefur sinnt réttargæslu lengi fyrir þolendur kynferðisofbeldis, erindi og sagði engan vafa leika á að kerfið færi í manngreinarálit eftir þjóðfélagsstöðu.

„Ég upplifi að það skiptir mjög miklu máli hver þú ert og hver brýtur á þér í nauðgunarmálum. Ef þú ert hvítur karlmaður í góðum jakkafötum færðu betri framgang hjá lögreglu og dómstólum,“ sagði Þorbjörg Inga í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert