Good Morning America fjallar um Ísland

Orca er haganlega staðsett við hliðina á Hellisheiðarvirkjun og er …
Orca er haganlega staðsett við hliðina á Hellisheiðarvirkjun og er því starfrækt að fullu á endurnýjanlegri orku. Ljósmynd/Árni Sæberg

Sjónvarpsfólk á vegum þáttarins Good Morning America (GMA) var í morgun statt upp í Hellisheiðarvirkjun að fjalla um Orca sem er samstarfsverkefni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks.

Orca er fyrsta heildstæða lofthreinsi- og förgunarstöðin í heiminum og var opnuð við Hellisheiðavirkjun í september. Getur stöðin fargað um fjögur þúsund tonnum af koltvísýring á ári hverju og var henni meðal annars lýst sem „loftslagsbreytinga baráttu-maskínu“ í þættinum. Er þá meðal annars fjallað um framtíð verkefnisins og möguleika á að nýta tæknina á stærri skala.

GMA er þekktur bandarískur sjónvarpsþáttur sem er sýndur á stöðinni ABC og kom fyrst í loftið árið 1975 og hefur notið mikilla vinsælda. Þetta er í annað skiptið á árinu sem þátturinn er með beina útsendingu frá Íslandi, en í apríl var þátturinn með langt innslag beint frá eldgosinu í Geldingadölum.

Hægt er að fylgjast með umfjöllun þáttarins í myndbandinu hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert