Haustið þungt á leikskólum

mbl.is/​Hari

„Því miður held ég að þetta sé raunin í flestöllum leikskólum landsins eins og staðan er í dag,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir, meðstjórnandi í stjórn Félags stjórnenda leikskóla og leikskólastjóri í Kópavogi.

Hún vísar til bréfs frá leikskólakennara í Hafnarfirði sem birt var á netmiðlum um helgina þar sem hann bað börn og foreldra afsökunar á því að geta ekki sinnt starfi sínu nægilega vel. Í umræddu bréfi er rakið að starfsfólk sé að sligast undan álagi vegna manneklu sem komi til vegna veikinda starfsfólks, vinnutímastyttingar og fleiri þátta.

„Þetta haust er búið að vera erfiðara en mörg önnur. Það er einfaldlega ekki hægt að þenja kerfið meira út,“ segir Sigrún Hulda. „Það er knappt gefið í starfsmannahaldi og hefur lengi verið. Róðurinn er þó þyngri núna því sveitarfélög hafa biðlað til stjórnenda að draga saman seglin og fara ekki umfram í ráðningum og öðru. Til viðbótar kemur vinnutímastytting. Það segir sig sjálft að þegar starfsmaður fer út og enginn kemur í staðinn þá eykst álagið á þá sem eftir eru. Stakkurinn var þröngur fyrir og nú er hann sprunginn.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert