Mest traust til kvenleiðtoga á Íslandi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að íslenskar konur munu aldei hætta …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að íslenskar konur munu aldei hætta að berjast fyrir jafnrétti á opnunarathöfn Heimsþings kvenleiðtoga í morgun. Ljósmynd/María Kjartansdóttir

Íslend­ing­ar treysta kon­um best til þess að gegna leiðtoga­stöðum sam­kvæmt niður­stöðum Reykja­vik Index mæl­ing­ar­inn­ar, sem kynnt­ar voru á Heimsþingi kven­leiðtoga í Hörpu í dag.  

Mæl­ing­in bygg­ir á könn­un rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Kant­ar, sem mæl­ir af­stöðu al­menn­ings um all­an heim til karla og kvenna sem leiðtoga. 

Viðhorf Íslend­inga er nú mælt í fyrsta sinn og sá Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands um fram­kvæmd könn­un­ar­inn­ar hér á landi. Sama könn­un er fram­kvæmd í öll­um G-20 ríkj­un­um, tutt­ugu stærstu iðnríkj­um heims­ins. 

Af hundrað stig­um mögu­leg­um mæld­ist Ísland með 92 stig þar sem hundrað stig myndu þýða að karl­ar og kon­ur þættu jafn­hæf til stjórn­un­ar­starfa á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins.

Íslandi leiðandi í jafn­rétti kynj­anna

Í skýrslu Kant­ar seg­ir að með þess­um niður­stöðum festi Ísland sig í sessi sem leiðandi þjóð í jafn­rétt­is­mál­um.

Meðal­stiga­fjöldi yfir öll G7-rík­in þetta árið er 73 og 68 á meðal G-20 ríkj­anna. Rann­sókn­in í ár er sú viðamesta frá upp­hafi og varp­ar ljósi á rót­gróna for­dóma í garð kven­leiðtoga á heimsvísu. 

Mik­ill mun­ur reynd­ist vera á milli viðhorfa íbúa G-20 land­anna til trausts til kven­leiðtoga. Mest var traustið til kvenna á Spáni, 82 stig og minnst í Indó­nes­íu, 47 stig. 

Katrín Jakobsdóttir, Willum Þór Þórsson og Guðlaugur Þór Þórðarson sátu …
Katrín Jak­obs­dótt­ir, Will­um Þór Þórs­son og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son sátu fyr­ir svör­um í setn­ing­ar­at­höfn heimsþings­ins í morg­un. Ljós­mynd/​María Kjart­ans­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert